Eyjafjallajökull
Kaupa Í körfu
ÆTLAÐ var að í gærkvöldi væri um þriðjungur rúmlega 300 íbúa Víkur í Mýrdal að heiman, þar er nú grátt yfir að líta af völdum öskufalls úr Eyjafjallajökli. Strax þegar askan fór að leggjast yfir kauptúnið ákváðu margir að hverfa til vina og ættingja annars staðar. „Við eigum þó von á að talsvert af þessu fólki snúi aftur til baka strax í kvöld eða fyrramálið enda er staðan hér nú orðin allt önnur og betri en var,“ sagði Guðmundur Ingi Ingason, lögreglumaður í þjónustumiðstöð Ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. MYNDATEXTI Gosmökkurinn úr gíg Eyjafjallajökuls nær talsverðri hæð og kvöldsólin gerir gráan mökkinn brúnan úr fjarlægð. Í forgrunni er Gígjökull þar sem hraun kemur fram ef það nær að bræða sig í gegnum íshaftið. Á föstudagskvöld sást gufa frá bræðsluvatni en um helgina virðist hafa dregið úr henni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir