Gosið í Eyjafjallajökli

Gosið í Eyjafjallajökli

Kaupa Í körfu

Ekki má setja fé út en húsin rúma ekki allt fé með lömbum. SAUÐBURÐUR er um það bil hálfnaður á bænum Nykhóli við Pétursey. Þar varð öskufall í gær, eins og víða frá Eyjafjöllum í vestri út að Meðallandi í austri. Hjónin Guðjón Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir eru með um 400 fjár og reikna með að um 650 lömb fæðist þetta vorið. MYNDATEXTI: Burður Guðjón Harðarson, bóndi á Nykhóli við Pétursey, hjálpar kind að bera. Sú var tvílemba en alls kostar óvíst er hvenær hún fær að fara út með lömbin. Sauðburður er um það bil hálfnaður á Nykhóli og sífellt þrengir meira að.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar