Eina fjölskyldan í Urriðaholtinu

Jakob Fannar Sigurðsson

Eina fjölskyldan í Urriðaholtinu

Kaupa Í körfu

Þetta er allt að koma. Það er byrjað að byggja tvö hús hérna við hliðina á okkur og svo vitum við ekkert hvort meira bætist við. Vonandi bætast fleiri íbúar við, en okkur líður mjög vel hérna,“ segir Hafsteinn Guðmundsson bifvélavirkjameistari sem í vor flutti ásamt fjölskyldu sinni inn í neðri hæðina á einbýlishúsi þeirra í Urriðaholti í Garðabæ. Eru þau þar með fyrstu íbúar hverfisins sem verið hefur óbyggt sl. tvö ár. MYNDATEXTI Fyrsta fjölskyldan sem flytur inn í Urriðaholtinu í Garðabæ; Hafsteinn Guðmundsson og Steinunn Bergmann ásamt börnum sínum fjórum, tengdasyni og hundunum Lúkasi og Lovísu. Byrjað er að byggja tvö hús við Keldugötu og vonast þau eftir að íbúum hverfisins fari að fjölga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar