Kjartan Sverrisson

Jakob Fannar Sigurðsson

Kjartan Sverrisson

Kaupa Í körfu

Skemmtilegustu partíin eru þau þar sem er staddur góður gítarleikari, skemmtileg söngbók og mikið fjör,“ segir Kjartan Sverrisson sem heldur úti vefnum Gítargrip.is ásamt Sævari Öfjörð Magnússyni og Arnari Tuma Þorsteinssyni. Vefinn opnuðu þeir fyrst í október 2008 en tóku sig til um áramótin síðustu og endurhönnuðu hann. „Við stofnuðum þá fyrirtæki í kringum þetta, öfluðum okkur smá-peninga og endurhönnuðum og endurforrituðum vefinn alveg frá grunni. Afurðin er það sem fór í loftið um helgina, kl. 23 á laugardagskvöldið nánar tiltekið,“ segir Kjartan sem starfar sem netmarkaðsstjóri hjá IcelandAir þegar hann er ekki að sinna gítargripunum. MYNDATEXTI Gítarleikari Kjartan Sverrison með gítarinn góða sem hann segist ekki hafa spilað á í nokkurn tíma. Hann er að æfa sig í að verða partífær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar