Tónleikar í söngskóla Sigurðar Dementz

Jakob Fannar Sigurðsson

Tónleikar í söngskóla Sigurðar Dementz

Kaupa Í körfu

Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari stendur fyrir harla óvenjulegu verkefni þessa dagana en um er að ræða tónleika fyrir ferðamenn sem haldnir verða á hverju einasta kvöldi vikunnar. Bjarni Thor segir að sér hafi þótt nóg komið af framtaksleysi við að kynna ferðamönnum sígilda íslenska tónlist. „Ég fékk þessa hugmynd í vor því að ferðamenn sem hingað koma þyrstir í að kynnast íslenskri menningu en það er oft af litlu að taka, sérstaklega í sígildri íslenskri tónlist. Ég fór því í að skipuleggja tónleika stílaða á þennan tiltekna hóp. Ég ákvað að fá í lið með mér unga söngvara sem eru að koma sér á framfæri því oft er erfitt að fóta sig í þessum geira hér heima. MYNDATEXTI Boðið verður upp á þrjú mismunandi tónleikaprógröm sérstaklega fyrir ferðamenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar