Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - Kjarvalsstaðir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - Kjarvalsstaðir

Kaupa Í körfu

Hagkerfið vaxið tvo ársfjórðunga og efnahagsbati á fullt skrið undir lok árs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) býst við því að efnahagsbatinn á Íslandi verði kominn á fullt skrið undir lok þessa árs. Á fundi með blaðamönnum í gær tilkynnti Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, að kreppunni væri „tæknilega séð lokið“, en á þar við að hagkerfið hafi vaxið í tvo ársfjórðunga. „Ég geri mér þó grein fyrir að mörgum Íslendingum finnst sem kreppunni sé alls ekki lokið,“ sagði Flanagan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar