Hlaup í Skaftá

Jónas Erlendsson

Hlaup í Skaftá

Kaupa Í körfu

*Skaftárhlaup úr eystri katli Vatnajökuls Hlaup hófst í gær í Skaftá og á það upptök sín í eystri katli Vatnajökuls. „Nú veltur þetta fram og síðustu klukkustundir hefur áin verið í miklum vexti. Hún er afar dökk og af henni leggur mikla brennisteinslykt. Þegar hleypur úr eystri katlinum kemur vatnið fljótt fram, á sama hátt og þá sjatnar í ánni á ekki löngum tíma. Venjulega varir þetta í tvo til þrjá daga,“ sagði Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Ytri-Ásum í Skaftártungu. MYNDATEXTI: Hlaup Skaftá er skelfileg að sjá þar sem hún vellur fram kolmórauð og allan gærdaginn var hún í hrokavexti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar