Gatan mín - Kristjana Brynja Sigurðardóttir

Gatan mín - Kristjana Brynja Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Álfheimar - Ég er alin upp úti á landi og er ekki stundum sagt að allt líf okkar litist af æskunni? Þegar ég fluttist til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn bjó ég fyrstu árin vestur í bæ en það var eins og ég fyndi sjálfa mig loksins aftur þegar ég flutti í austurborgina. Var fyrst hér í Skipasundi en fluttist hingað í Álfheimana fyrir um það bil fimm árum og er alsæl hérna. Þetta hverfi minnir mig í raun á friðsælt sveitaþorp úti á landi og þannig samfélagi vil ég búa í,“ segir Kristjana Brynja Sigurðardóttir. Álfheimar tengja saman Suðurlandsbraut og Langholtsveg. Ofanvert við götuna eru þríbýlishús en neðra eru fjölbýlishús sem liggja niður að Laugardalnum. Þessar blokkir, sem eru byggðar fljótlega upp úr 1960, eru alls átta talsins með þremur stigagöngum hver.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar