Mótmæli fyrir utan AGS og Stjórnarráðið

Mótmæli fyrir utan AGS og Stjórnarráðið

Kaupa Í körfu

Um fimmtíu manns mótmæltu við skrifstofu AGS. Lögregla hljóp uppi og handtók ungan karlmann sem skvetti rauðri málningu í anddyri skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Hverfisgötu um hádegi í gær. Um fimmtíu manns voru þar komin saman til að mótmæla veru og aðkomu sjóðsins að málum hér á landi. Hélt fólkið á logandi blysum og barði búsáhöld. Maðurinn sem tekinn var höndum skvetti málningunni í anddyri og á útidyr skrifstofu sjóðsins. Tók hann á rás þegar lögregla ætlaði að hafa afskipti af honum og tókst fyrsta kastið með aðstoð annarra mótmælenda að sleppa. Lögreglumenn hlupu á eftir honum og hann var ekki kominn langt þegar tókst að ná honum og snúa hann niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar