Jóhannes Kjartansson hlaupari

Jóhannes Kjartansson hlaupari

Kaupa Í körfu

Jóhannes Kjartansson hlaupari hleypur fyrir Kattavinafélag Íslands. Hlaupandi málsvari katta verður meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag en Jóhannes Kjartansson ljósmyndari ætlar að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Kattavinafélagi Íslands. „Ég hef nú ekki hlaupið mikið – þvert á móti hefur mér alltaf fundist það óvenjulega leiðinlegt. Ég byrjaði bara fyrir mánuði þegar ég hætti að reykja en þá skráði ég mig í hlaupið,“ segir hann og heldur áfram: „Ég þurfti einhverja gulrót til að halda mig við efnið í reykbindindinu. Ef ég klikka og byrja aftur að reykja bitnar það á hlaupunum og þar með áheitunum.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar