Álverið í straumsvík - Bruni
Kaupa Í körfu
Skemmdir sem urðu þegar eldur kom upp í álverinu í Straumsvík í fyrrakvöld valda röskun á framleiðslu fyrirtækisins. Ekki verður hægt að afhenda allar pantanir á áli til kaupenda á réttum tíma. „Eldsvoðinn veldur truflunum í starfsemi okkar,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Alcan á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Eldurinn kom upp seint á fimmtudagskvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allan tiltækan mannskap á vettvang og tók ekki langan tíma að ráða niðurlögum eldsins. Orsökin er talin sú að bráðið ál hafi lekið í kjallara og kveikt þar í rafmagnsköplum Að sögn Ólafs Teits er nú beðið eftir varahlutum svo hefjast megi handa um viðgerðir og á meðan verða truflanir í starfseminni. Hve lengi þær vara ætti að skýrast fljótlega eftir helgina.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir