Guðjón Davíð Karlsson - Gói - Fyrsti Skóladagurinn

Guðjón Davíð Karlsson - Gói - Fyrsti Skóladagurinn

Kaupa Í körfu

Flest eigum við minningar tengdar fyrsta skóladeginum. Sjálf gleymi ég aldrei hvernig blóðið fraus mér í æðum þegar mamma játaði skömmustuleg haustið 1975 að hafa gleymt að skrá mig í sex ára bekk. Andartak hélt ég að ég fengi ekki að fara í skóla – ég sem var læs og allt – en óttinn reyndist ástæðulaus. Mér var tekið opnum örmum þegar skólabjöllunni var hringt í Álftamýrarskóla nokkrum dögum síðar. Í skrifræði nútímans er líklega lítil hætta á að margir sex ára krakkar upplifi slíkt en sennilega eiga þeir sameiginlegt að vera spenntir og kannski með smáhnút í maganum. Alveg eins og þeir sem hér deila fyrstu skólaminningunum með lesendum SunnudagsMoggans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar