Fólk laðast að sólsetrinu við Ánanaust

Fólk laðast að sólsetrinu við Ánanaust

Kaupa Í körfu

Fólk laðast að sólsetrinu við Ánanaust. Sólsetrið í höfuðborginni vekur athygli erlendra ferðamanna. Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt í Reykjavík og að jafnaði eru þeir aldrei fleiri en á sumrin. Þeir koma víðs vegar að og tilgangur heimsóknanna er auðvitað misjafn eftir mönnum. Sumir vilja til dæmis upplifa það að spila golf í dagsbirtu á nóttunni og aðrir telja sig gera góð kaup í verslunum höfuðborgarinnar að degi til, burtséð frá birtu utanhúss. Á þessum tíma árs geta allir notið sólarlagsins á skikkanlegum tíma og oft má sjá fjölda fólks vestur á Granda virða fyrir sér náttúrumyndirnar og mynda sólsetrið í allri sinni dýrð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar