Össur hf - Reykjavíkurmaraþon

Össur hf - Reykjavíkurmaraþon

Kaupa Í körfu

Breskir hlauparar komnir til landsins. Össur hf. hefur hjálpað þeim mikið. Sex breskir hlauparar eru komnir til landsins og ætla sér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram í dag. Mennirnir taka ýmist þátt í hálfu maraþoni eða 10 kílómetra hlaupi, sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þeir hafa allir misst útlim og sumir alla fjóra. MYNDATEXTI:Jody Cundy er hraðskreiðasti einstaklingskeppandi í heiminum í Ólympíuleikum fatlaðra en hann keppir í sundi og hjólreiðum. Hann ætlar að hlaupa 10 km. „Ég hef ekki hlaupið lengi, en ég held að ég nái 10 kílómetrum,“ segir hann hress.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar