Þrándur Helgason ver doktorsritgerð sína

Þrándur Helgason ver doktorsritgerð sína

Kaupa Í körfu

MYNDATEXTI: f.v dr. John Coupland prófessor við Pennsylvania State University, dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, Þrándur Helgason, dr. Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri á Matís ohf. Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar. Mánudaginn 6. september fór fram doktorsvörn við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá varði Þrándur Helgason matvælarfræðingur doktorsritgerð sína „Örferjur fyrir lífvirk efni“ Andmælendur voru dr. John Coupland prófessor við Pennsylvania State University og dr. Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri á Matís ohf. Leiðbeinendur og í doktorsnefnd voru dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Jochen Weiss, prófessor við University of Hohenheim í Stuttgart í Þýskalandi og dr. D. Julian McClements, prófessor við University of Massachusetts, Amherst í Bandaríkjunum. Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnaði athöfninni, sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar