Vitundarvika ADHD
Kaupa Í körfu
Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari hlaut í fyrradag viðurkenningu ADHD samtakanna í tilefni af vitundarviku samtakanna dagana 20.-24. september sl. Ragna Freyja starfaði um árabil sem skólastjóri Dalbrautarskóla. Útgáfa hennar á ofvirknibókinni var frumkvöðulsstarf sem sjálfsagt hefur aukið skilning margra foreldra og kennara á orsökum og afleiðingum ADHD, segir í tilkynningu. Ragna starfaði lengi með Eirð sem var fræðslu- og ráðgjafarþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna- og unglinga. Hún starfar nú sjálfstætt að kennsluráðgjöf í skólum. Aðrir þeir sem heiðraðir voru eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Matthías Kristiansen þýðandi og kona hans Heidi Strand. ADHD samtökin hafa starfað síðan árið 1988. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka skilning á þeim vaxandi fjölda sem glímir við ADHD, en samkvæmt rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu glíma um 7,5% barna hérlendis við ADHD. MYNDATEXTI Ragna Freyja starfaði lengi sem skólastjóri Dalbrautarskóla. Mörg börn sem greind voru misþroska þá öðluðust nýja reynslu af skólagöngunni undir handarjaðri hennar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir