Haraldur, Ylfa Mist og barn

Helgi Bjarnason

Haraldur, Ylfa Mist og barn

Kaupa Í körfu

Haraldur Ringsted rafeindavirki er einn þeirra sem fara Óshlíðina oft á dag vegna starfs síns hjá Netheimum Hann fagnar göngunum en viðurkennir um leið að hann muni sakna útsýnisins af Óshlíð. Haraldur og Ylfa Mist Helgadóttir, kona hans, hafa búið í Bolungarvík í átta ár. „Við höfum aldrei upplifað neinar hörmungar á Óshlíð og fannst ekki tiltökumál að keyra á milli. Það er sennilega af því að við höfum ekki vitað betur,“ segir Ylfa Mist og bætir við: „Göngin eru sjálfsögð samgöngubót og fáránlegt að þau skuli ekki hafa komið fyrr.“ Ylfa Mist segir mikilvægt að standa vörð um þjónustuna. Samgöngubætur komi ekki að notum ef þjónustan hverfi og íbúarnir með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar