Valdimar Lúðvík Gíslason

Helgi Bjarnason

Valdimar Lúðvík Gíslason

Kaupa Í körfu

Þetta er alger bylting. Við erum búnir að þrá þetta í þrjátíu ár,“ segir Valdimar Lúðvík Gíslason sem annast hefur fólksflutninga á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í áratugi. Hann ekur nú fjórtán sinnum á dag um Óshlíðina. Valdimar segir að það hafi auðveldað aksturinn að ekki hafi komið alvöru snjóavetur í meira en áratug. Skiptar skoðanir voru um göngin. Sumir vildu fara inn úr Syðri-Dal og koma út í Tungudal í Skutulsfirði, eða tengja göngin við Vestfjarðagöng. Valdimar segir að það hefði verið óráð að beina umferðinni inn í þá snjóakistu. „Þetta er eins góð staðsetning fyrir jarðgöng og hægt er að hugsa sér,“ segir hann um legu ganganna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar