Vinavika á Vopnafirði

Jón Sigurðarson

Vinavika á Vopnafirði

Kaupa Í körfu

Unglingar í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls á Vopnafirði sýndu samborgurum sínum sannan kærleika í verki í síðustu viku. Unglingarnir tóku að sér hreingerningar á heimilum og bifreiðum bæjarbúa og stóðu fyrir vinaskrúðgöngu. Herlegheitunum lauk svo með kærleiksmaraþoni og guðsþjónustu í gær. Eitt ungmennanna kærleiksríku, Heiðar Aðalbjörnsson 14 ára, segir að þau hafi risið afar árla úr rekkju dag einn og skreytt bæinn. Þegar bæjarbúar komu á stjá blöstu við þeim kærleiksrík skilaboð á húsum og bifreiðum bæjarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar