Samfylkingin - Hótel Loftleiðir

Samfylkingin - Hótel Loftleiðir

Kaupa Í körfu

Umbótanefnd Samfylkingar leggur til að settar verði harðari reglur um fjárstyrki - Ýmislegt sagt aðfinnsluvert í flokknum en engir einstaklingar nefndir - Í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar, sem kynnt var á flokksstjórnarfundi flokksins á laugardag, eru engir einstaklingar nefndir á nafn. Ásgeir Beinteinsson, einn höfunda skýrslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að sú leið hafi verið ákveðin snemma í ferlinu. „Við lítum svo á að flokkurinn beri ábyrgð á því sem gert er og ekki gert og beri ábyrgð á einstaklingum innan hans. Verkefni okkar var að benda á galla í kerfinu, sem einstaklingar starfa innan. Það er svo á ábyrgð stofnana innan flokksins að draga menn til ábyrgðar ef ástæða er talin til. Það gat ekki orðið verkefni okkar sem unnum skýrsluna,“ segir Ásgeir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar