Bíll í sjó á Fáskrúðsfirði

Bíll í sjó á Fáskrúðsfirði

Kaupa Í körfu

Betur fór en á horfðist þegar fólksbíll kastaðist út í sjó í Fáskrúðsfirði gær. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór í sjóinn rétt innan við bæinn Hann slapp ómeiddur og komst í land af eigin rammleik, kaldur og hrakinn. Töluverð hálka er á svæðinu og ástæða til að fara varlega. Síðdegis í gær tókst að ná bílnum á land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar