Mótmæli á Austurvelli

Mótmæli á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Tunnur voru barðar og eldar kveiktir í mótmælaskyni á Austurvelli í gær. Lögreglan setti upp í fyrsta sinn endurbætta girðingu til mannfjöldastjórnunar við Alþingishúsið í gær. „Þetta eru girðingarnar sem við notuðum í október, en við létum endurbæta þær eftir fyrstu notkun,“ sagði Agnar Hannesson, rekstrar- og þjónustustjóri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Endurbæturnar voru gerðar til að auka öryggi jafnt lögreglumanna og borgaranna og var Vinnueftirlitið haft með í ráðum, að sögn Agnars. MYNDATEXTI: Girðing Endurbætta girðingin á að tryggja öryggi lögreglu og mannfjölda

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar