Ungir söngvarar í Óperunni

Ungir söngvarar í Óperunni

Kaupa Í körfu

Á hádegistónleikum ungra einsöngvara í Íslensku óperunni í dag, þriðjudag, verða fluttar óperuaríur og tónlist úr söngleikjum. Hefjast tónleikarnir klukkan 12.15. Að þessu sinni er Snorri Wium gestasöngvari á tónleikunum, en þessi kunni tenórsöngvari hefur á undanförnum árum komið reglulega fram á íslensku tónleikasviði og tekið þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar. Efnisskrá tónleikanna er í léttari kantinum, en þar er að finna atriði úr óperunum Brúðkaupi Fígarós og Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, óperettunni Paganini eftir Franz Lehár og söngleikjunum Annie Get Your Gun eftir Berlin og West Side Story eftir Bernstein.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar