Fnjóská

Skapti Hallgrímsson

Fnjóská

Kaupa Í körfu

Fnjóská ruddi sig með miklum látum í fyrradag, með þeim afleiðingum að ófært varð um Dalsmynni um tíma og einnig lokaðist leiðin heim að bænum Nesi í Höfðahverfi. Ekki tókst að opna veginn þangað fyrr en í gær og Laufáshólmarnir eru þaktir klakastykkjum og leirdrullu. Eftir mikið frost á dögunum var Fnjóskáin ísi lögð en í kjölfar þess að mjög hlýnaði í veðri fóru risastór klakastykki af stað og ruddu sér leið yfir veginn fyrir neðan bæinn Skarð í Dalsmynni. Á stóru myndinni sést yfir það svæði út eftir dalnum og á þeirri minni má sjá hvernig umhorfs var eftir að vinnuvél ruddi leið í gegnum klakastykkin og gerði göng fyrir bílana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar