Jarðböðin við Mývatn

Birkir Fanndal Haraldsson

Jarðböðin við Mývatn

Kaupa Í körfu

Hjá Jarðböðunum við Mývatn hefur síðan í haust staðið yfir endurbygging á búningsklefum, en þeir höfðu látið á sjá við mikla notkun undanfarin ár. Þessu verki er nú lokið og á laugardaginn var öllum sem vildu boðið í Jarðböðin til að skoða nýja aðstöðu og þiggja veitingar. Nær 300 manns þáðu boðið. Endurbyggðir búningsklefar eru flísalagðir í hólf og gólf. Sett var upp öflug loftræsting og nýir fataskápar. Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að fyrir sumarið sé stefnt að svipaðri endurgerð á útiklefum baðanna. Rekstur Jarðbaðanna gengur vel. Á síðasta ári komu um 75 þúsund gestir í böðin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar