Bolluveislan í Bústaðahverfi

Bolluveislan í Bústaðahverfi

Kaupa Í körfu

Boðið var til sannkallaðrar bolluveislu í gær á heimili hjónanna Ásdísar Ármannsdóttur og Helga Heiðars Stefánssonar í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Samtals voru bakaðar 317 bollur af tólf mismunandi tegundum og vinafólk þeirra ásamt börnum gæddi sér á þeim. Bolluveislan var fyrst haldin fyrir fjórum árum og hefur smám saman fest sig í sessi. Hún hefur alltaf verið haldin sunnudaginn fyrir bolludaginn nema í ár þar sem sá dagur hentaði ekki nú. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur 7. mars næstkomandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar