MC Iceland Hell´s Angels setja upp merki á húsnæði sitt

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

MC Iceland Hell´s Angels setja upp merki á húsnæði sitt

Kaupa Í körfu

Vítisenglar koma sér fyrir á Íslandi Félagar í MC Iceland eru orðnir fullgildir meðlimir í glæpasamtökunum Vítisenglum, eins og skilti sem sett var utan á húsnæði MC Iceland í Hafnarfirði í gær, á meðan átta félagar í hópnum voru í haldi lögreglu á Gardermoen-flugvelli, ber með sér. Áttmenningunum var vísað úr landi í gær en alls er talið að vel á annan tug sé í Vítisenglum - MC Iceland. Fullgilding MC Iceland og fleiri nýleg mál sem tengjast skipulögðum glæpum, m.a. af hálfu erlendra glæpahópa, hafa leitt til þess að innanríkisráðuneytið hefur flýtt vinnu við að rýmka heimildir lögreglu til rannsókna. Nú er erfitt fyrir lögreglu að rannsaka starfsemi glæpasamtaka þar sem aðalskipuleggjendur koma ekki að brotunum sjálfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar