Verðlaunaafhending í Reykjavík open skákmóti MP

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Verðlaunaafhending í Reykjavík open skákmóti MP

Kaupa Í körfu

Skákmeistarar Sigurvegararnir sex sýna verðlaunagripina stoltir við verðlaunaafhendinguna. Reykjavíkurskákmótinu lauk með verðlaunaafhendingu og lokahófi í Ráðhúsinu í gærkvöldi en á mótinu tefldu 166 skákmenn frá 30 löndum. Sex skákmenn urðu efstir með 7 vinninga, Úkraínumennirnir þrír Yuriy Kuzubov, Vladmir Baklan og Ilya Nyzhnik, sem er yngsti stórmeistari heims, Pólverjinn Kamil Miton, Bosníumaðurinn Ivan Sokolov og Norðmaðurinn Jan Ludvig Hammer sem varð því jafnframt Norðurlandameistari karla í skák. Hin sænska Christin Anderson varð Norðurlandameistari kvenna en efstur Íslendinga varð Hannes Hlífar Stefánsson, í 7.-17. sæti. Þá náði Guðmundur Gíslason áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar