Dansandi prestur og söfnuður á Akureyri
Kaupa Í körfu
Nokkuð óvenjuleg guðsþjónusta var haldin í Akureyrarkirkju í gærkvöldi sem hluti af Kirkjulistaviku. Um var að ræða dansmessu þar sem sr. Svavar A. Jónsson messaði og dansaði ásamt söfnuði sínum á milli þess sem hann las upp úr ritningunni. Kirkjugestir voru á öllum aldri, frá börnum og upp úr og var frjálsleg stemning í kirkjunni. Það voru dansarar frá Point dansstúdíói sem leiddu dansinn en höfundur dansa var Sigyn Blöndal og lék hljómsveit vikunnar undir. Markaði messan upphaf Kirkjulistaviku sem nú er haldin í Akureyrarkirkju í 12. sinn og stendur til 15. maí. Hafa helstu markmið hennar frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta þar góðra lista.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir