Vespan þrifin í sólinni

Vespan þrifin í sólinni

Kaupa Í körfu

Vespan þrifin í sólinni - Fyrir framan vespuleigu „Sumarið er tíminn, þegar kvenfólk springur út,“ söng skáldið Ásbjörn Morthens og samdi kvæðið eflaust á dögum sem þeim sem glatt hafa hjörtu höfuðborgarbúa í vikunni. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands ber dagurinn í dag þó af í þessari viku, en á hádegi er spáð um 20 gráða hita í Reykjavík og á hitinn að haldast þannig fram á kvöld.Bjart verður víðast hvar um landið nema helst á Austurlandi. Ættu því flestir að geta spókað sig um í sumarklæðnaði, hvort sem er við vespuþrif eða önnur góð og gagnleg verk. Verra er þó að svo tekur að kólna á föstudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar