Hlaup í Múlakvísl

Hlaup í Múlakvísl

Kaupa Í körfu

Jöklafræðingur Helgi Björnsson við Múlakvísl í gær. Af sigkötlunum í Mýrdalsjökli að dæma er líklegt að skyndileg innspýting af kviku eða jafnvel lítið eldgos hafi orsakað hlaupið í Múlakvísl. Þetta sagði Helgi Björnsson jöklafræðingur þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali við Múlakvísl í gær. „Þetta sýnist mér af því að þarna eru lóðréttir hringlaga strompar sem segja mér að þarna hafi bráðnað mjög mikið staðbundið og skyndilega og þetta bara hrunið niður,“ sagði Helgi. Tvennt hafi lagst á eitt. Vatn sem safnast hafi fyrir vegna jarðhitavirkni eins og venjulega gerist í kringum öskjubarm Kötlu og svo þessi kvika.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar