Mömmur og muffins

Skapti Hallgrímsson

Mömmur og muffins

Kaupa Í körfu

Aðstandendur ævintýrisins Mömmur og muffins afhentu fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri 486.568 krónur að gjöf í vikunni. Sú upphæð safnaðist á uppákomunni Lautarferð í Lystigarðinum í sumar. Frægt varð þegar heilbrigðiseftirlitið meinaði fólki að selja múffur nema bakað væri í viðurkenndu eldhúsi. Múffurnar voru því gefnar en fólk gat látið fé af hendi rakna, til styrktar góðu málefni, í sérstaka söfnunarbauka... Skemmtileg tilviljun var að sama dag og Auður Skúladóttir, Margrét Jónsdóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir afhentu peningana, á þriðjudaginn, lagði Jón Bjarnason ráðherra fram frumvarp á Alþingi um að heimilað verði að selja heimabakstur í þágu góðgerðarstarfsemi... Rétt er að taka fram að hluti múffanna var seldur í Lystigarðinum, og það löglega, því Bakaríið við brúna gaf 350 stykki. MYNDATEXTI lexander Smárason yfirlæknir, Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóðir, Margrét Jónsdóttir, Auður Skúladóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar