Síðdegisganga á Seltjarnarnesi

Síðdegisganga á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

Prýðilegasta haustveður var á höfuðborgarsvæðinu í gær og tilvalið fyrir hundaeigendur að viðra ferfætta félaga sína. Tvíeykið á myndinni naut blíðunnar við strandlengjuna á Seltjarnarnesi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferðinni í gær. Hiti var um frostmark í nótt á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að það byrji að rigna um landið suðvestan- og vestanvert í dag og veður hlýni nokkuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar