Kafað í Silfru á Þingvöllum

Kafað í Silfru á Þingvöllum

Kaupa Í körfu

Tuttugu og átta kafarar fóru á mínútunni kl. 20.11 í gærkvöldi ofan í Silfru á Þingvöllum. Var það hluti af tilraun kafara út um allan heim til að setja heimsmet í næturköfun. Kafarar í 27 löndum, á 202 köfunarstöðum, fóru ofan í kl. 20.11 að staðartíma og er markmiðið að fá sem flesta til að kafa næturköfun á sama tíma í heiminum. Metið er 2.700 kafarar en vonast er til að fara yfir 3.000 nú. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort heimsmet var slegið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar