Arna Sigríður Albertsdóttir

Halldór Sveinbjörnsson

Arna Sigríður Albertsdóttir

Kaupa Í körfu

Arna Sigríður var 16 ára þegar hún rakst á tré í bænum Geilo. Þá var hún í æfingaferð með skíðafélagi sínu. Arna Sigríður brotnaði á þremur hryggjarliðum og hlaut alvarlegan mænuskaða auk ýmissa áverka. Hún er lömuð fyrir neðan brjóstkassa, hún hefur mátt í höndum en er bundin við hjólastól. Arna Sigríður segir erfitt að takast á við afleiðingar slyssins. „Þetta var náttúrlega ótrúlega erfitt og er það ennþá. Ég er ekkert búin að sætta mig við þetta og ég held að ég geri það aldrei. Ég er bara búin að læra að gera það besta úr þessu og lifa með því.“ Hún segist geta gert langflest sjálf, hún býr í eigin íbúð og stundar nám og íþróttir. „Ég vona bara að það finnist einhver lækning við mænuskaða,“ segir hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar