Þór - FH 2:2

Skapti Hallgrímsson

Þór - FH 2:2

Kaupa Í körfu

Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn reyndi, mun ekki skrifa undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH. Guðmundur, sem er 33 ára, hefur leikið allan sinn feril með FH og er í 2.-3. sæti yfir leikjahæstu leikmenn félagsins í efstu deild með 165 leiki. Hann hefur átt þátt í öllum stórum titlum FH sem hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari frá 2004. Guðmundur sagði í viðtali á Fótbolta.net að hann stefni á að spila áfram í úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við 1. deildar lið Hauka og hann segir það alveg koma til greina en það sé ekki fyrsti kostur hjá sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar