Ljósmyndaganga um Árbæjarhverfið

Ljósmyndaganga um Árbæjarhverfið

Kaupa Í körfu

Ljósmyndaganga um Árbæjarhverfið undir leiðsögn Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings. Í gönguferðinni verður fjallað um Árbæjarhverfið sem segja má að sé fyrsta stóra sjálfstæða úthverfið sem reis í Reykjavík þar sem tekið var mið af borgarskipulagi. Forsaga hverfisins verður skoðuð og rætt um hraða uppbyggingu þess á sjöunda áratug 20. aldar. Staldrað verður við á nokkrum stöðum í hverfinu og hugað að helstu einkennum þess og sérstöðu. Gangan hefst við Árbæjarsafn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar