Líkatöng líklega fundin í Neskirkju í Aðaldal

Atli Vigfússon

Líkatöng líklega fundin í Neskirkju í Aðaldal

Kaupa Í körfu

Nýlega fannst mjög gömul töng í Neskirkju í Aðaldal og telja sumir að þar muni vera fundin líkatöng sú sem var á eignaskrá kirkjunnar við síðustu biskupsvísitasíu, en hafði þá verið týnd um langt árabil. Sagnir eru til af töng þessari og er hún talin mjög gömul. Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir (1920-2002), bóndi í Árnesi, mundi eftir að hafa heyrt af tönginni en hún ólst upp á kirkjujörðinni Nesi og ætt hennar bjó þar lengi. MYNDATEXTI Jónas Jónsson, formaður sóknarnefndar Neskirkju í Aðaldal, með töngina í hendi, ásamt Þorgrími G. Daníelssyni sóknarpresti og Indriða Ketilssyni, bónda á Ytra-Fjalli, sem flutti erindi eftir messu um þennan fornmun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar