Útflutningsverðlaun og RAX

Útflutningsverðlaun og RAX

Kaupa Í körfu

Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2012 voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum í gær. Það var fyrirtækið Trefjar ehf. sem fékk Útflutningsverðlaunin 2012 og var það Auðun N. Óskarsson framkvæmdastjóri sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Þá fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari sérstaka heiðursviðurkenningu sem er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar