Höfðingjar koma af fjalli

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

Höfðingjar koma af fjalli

Kaupa Í körfu

Þessir glæsilegu vaninhyrndu forystusauðir komu af Hrunamannaafrétti á dögunum. Glænefur, sá sem skartar bjöllu í horni, er í eigu Haraldar Sveinssonar á Hrafnkelsstöðum 1, en hinn heitir Villingur og er frá Eiríki Kristóferssyni á Grafarbakka og hefur hann tapað koparbjöllu sinni á fjöllum í sumar. Áður fyrr var ómetanlegt að eiga gott forystufé sem vissi á sig veður en nú eru flestir með það til gamans og til að fegra hjörðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar