Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Kaupa Í körfu

Verðlaunaafhending fór fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í gær en keppnin var haldin í 21. sinn um helgina. Athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en 40 þátttakendur víðsvegar að af landinu tóku þátt í vinnusmiðju keppninnar. Þar af fengu alls 14 þátttakendur verðlaun og þar af voru tólf hugmyndir. Samtals bárust í ár 1.100 hugmyndir frá 32 grunnskólum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verndari keppninnar, afhenti verðlaun og flutti ennfremur hátíðarræðu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti einnig hvatningarræðu, afhenti viðurkenningarskjöl til þátttakenda sem og farandbikar til grunnskóla. Þá kynntu þátttakendur hugmyndir sínar fyrir gestum, en JCI stóð fyrir þjálfun í framsögu í vinnusmiðju keppninna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar