Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Kaupa Í körfu

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fer fram í Háskólanum í Reykjavík Um fjörutíu þátttakendur keppa til úrslita í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sem nú stendur yfir. Alls bárust 1.100 hugmyndir frá 32 grunnskólum í keppnina en þær voru af ýmsum toga. Má þar t.d. nefna eggjatínslukörfu, iPad-dans-app, trampólínlás og vatnshlaupahjól. Á myndinni má sjá Sigríði Töru Jóhannesdóttur, sem var upptekin við smíði búrahreinsis fyrir kanínuna sína, Róbert, þegar ljósmyndara bar að garði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar