Skrúðganga gegn einelti

Ólafur Bernódusson

Skrúðganga gegn einelti

Kaupa Í körfu

Venjulegt skólahald í Höfðaskóla á Skagaströnd var brotið upp á baráttudegi gegn einelti, sem var 8. nóvember. Krakkarnir fjölluðu um einelti og gildi vináttunnar í skólanum á meðan þau útbjuggu áróðursspjöld um efnið. Þegar því var lokið fóru þau og starfsfólk skólans í skrúðgöngu um bæinn og komu skilaboðum sínum um vináttu á framfæri. Heimsóttu þau nokkur fyrirtæki og gáfu starfsfólki þar myndir til að minna á gildi þess að standa saman og hjálpa náunganum. Nokkrir foreldrar slógust í för með skólafólkinu þannig að þessu þarfa málefni var rækilega komið í umræðuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar