Reykhúsin víða á kafi í snjó

Atli Vigfússon

Reykhúsin víða á kafi í snjó

Kaupa Í körfu

Það er gaman að koma til ömmu og grafa sig inn í reykhúsið. Þetta er svo mikill snjór hérna að það er nóg að gera að moka.“ Þetta segir Þór Wium Elíasson 13 ára sem hefur verið í nokkra daga í fríi hjá afa sínum og ömmu á bænum Engidal í Þingeyjarsveit. Þór er nemandi í Síðuskóla á Akureyri og finnst það góð tilbreyting að grafa sig inn í húsin, en allar byggingar á bænum hafa fengið sinn skammt af snjónum í ótíðinni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. MYNDATEXTI Þór Wium ásamt ömmu sinni, Kristlaugu Pálsdóttur, með reykmetið á snjóþotum. —

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar