Eggjabikar

Sverrir Vilhelmsson

Eggjabikar

Kaupa Í körfu

Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, bar sigurorð af bróður sínum Sigurði, þjálfara Keflavíkur, í úrslitaleik Eggjabikarkeppnin Enginn er annars bróðir í leik Tindastóll frá Sauðárkróki varð fyrsta liðið til þess að bera sigurorð af Keflvíkingum í Eggjabikarkeppninni er liðin áttust við í úrslitaleik keppninnar á sunnudag. Sigurður Ingimundarson og lærisveinar hans höfðu unnið keppnina fyrstu þrjú árin en urðu að lúta í lægra haldi fyrir liði bróður Sigurðar, Vals, þjálfara Tindastóls, í úrslitaleik keppninnar á sunnudag, 80:69. MYNDATEXTI: Bræðurnir Sigurður og Valur Ingimundarsynir að leik loknum. (Tindastóll sigraði í Eggjabikarkeppninni Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði Keflvíkinga 80:69 í úrslitum Eggjabikarkeppninnar í körfuknattleik og varð þar með fyrsta liðið fyrir utan Keflavík til að hampa Eggjabikarnum. UMFT lagði Njarðvíkinga í undanúrslitum í gær og í dag höfðu norðanmenn undirtökin allan leikinn enda léku þeir af mikilli yfirvegun. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar