Fyrsti kríuunginn á höfuðborgarsvæðinu

Fyrsti kríuunginn á höfuðborgarsvæðinu

Kaupa Í körfu

Margar kríur eiga hreiður á Álftanesi og leit einn kríuunginn dagsins ljós í gærmorgun. Hann er líklega með fyrstu kríuungunum á Álftanesinu. Ljósmyndari Morgunblaðsins beið í rúma klukkustund eftir að unginn kæmi undan væng móður sinnar þar sem hann hélt sig í dágóðan tíma. Sennilega er eitt annað egg í hreiðrinu. Varp kríunnar virðist vera betra en síðustu ár og hefur sandsílastofninn braggast eftir mögur ár, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Sandsíli eru gríðarlega mikilvæg fæða fyrir kríuunga. Það kemur þó betur í ljós þegar fleiri ungar koma hvort sílastofninn hafi náð sér nægjanlega á strik. Ungarnir munu verða fleygir á þremur til fjórum vikum, en kríur verpa að meðaltali einu til þremur eggjum í hverju varpi. Krían er friðuð á Íslandi en hún verpir hér og annars staðar á norðurslóðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar