Reynir á biðlund Árbæinga

Alfons Finnsson

Reynir á biðlund Árbæinga

Kaupa Í körfu

Kjöraðstæður voru til knatt- spyrnuiðkunar í Ólafsvík í gær- kvöldi þegar Víkingur og Fylkir mættust þar í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deild- arinnar. Hlýtt veður og logn, Vík- ingsfánanum flaggað á hverri stöng í bænum og bros á hverju andliti, enda nældu heimamenn í sinn fyrsta sigur á dögunum gegn „stóra bróður“ frá Akranesi. Eftir að leikurinn hófst höfðu rúmlega 500 áhorfendur hins veg- ar ekki yfir mjög miklu að gleðj- ast. Leikurinn bar þess nokkur merki að þar mættust tvö lið sem hafa átt erfitt uppdráttar og virt- ist manni sem spilað væri upp á að tapa ekki leiknum fremur en að vinna hann. Þegar þannig hátt- ar til þarf svo sem ekki að koma á óvart að niðurstaðan verði marka- laust jafntefli eins og raunin varð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar