Veiðimenn Kári Jónasson

Sigurður Bogi Sævarsson

Veiðimenn Kári Jónasson

Kaupa Í körfu

Í gærkvöldi var afhjúpað á Þing- eyrasandi við ósa Vatnsdalsár minnismerki um Baldur Jónasson, fyrrum markaðsstjóra á auglýs- ingadeild Ríkisútvarpsins. Það voru veiðifélagar og gamlir samverka- menn Baldurs sem stóðu að því að setja merkið upp, það er ljóðlínu grafna í viðarfjöl sem fest er á stór- an rekaviðardrumb. Við straum- lygnan ós stendur á fjölinni. Sú ljóð- lína er sótt í ljóð eftir Baldur einmitt um þessar veiðislóðir. Þangað fór hann með félögum um þetta leyti í júlí í áraraðir, eða svo lengi sem kraftar hans leyfðu. „Baldur var límið í þessum hópi og í veikindum sínum nú í vetur lifði hann alltaf í þeirri von að kom- ast í Vatnsdalsána með okkur,“ seg- ir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fv. fréttastjóri, sem er meðal þeirra sem veiðihópinn skipa. Kjarni hans eru fyrrverandi og núverandi starfsmenn á Ríkisútvarpinu. Baldur Jónasson lést í lok maí sl. Eftir útför hans vaknaði sú hug- mynd að heiðra minningu hans, með þeim hætti sem nú hefur verið gert. „Baldur var gott skáld og því nærtækt að sækja í hans smiðju; ljóðið um þessar veiðislóðir sem okkur öllum eru kærar,“ segir Kári og bætir við að afhjúpun merkisins í gærkvöld hafa verið ljúf stund og áhrifarík. Meðal viðstaddra var eft- irlifandi kona Baldurs, Margrét G. Einarsdóttir, og ýmsir fleiri sam- ferðamenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar