Laugarfellsskáli á Austurlandi

Sigurður Ægisson

Laugarfellsskáli á Austurlandi

Kaupa Í körfu

Íslenskir fjallaskálar eru um 400 tals- ins og af ýmsum toga, sumir fremur hráir en aðrir reisulegustu bygg- ingar. Óefað er þó sá í Laugarfelli upp af Fljótsdal á Austurlandi glæsi- legastur þeirra allra, enda minnir hann fremur á lítið hótel. Sveitarfé- lagið lét reisa hann á árunum 2010- 2011. Lengi hefur verið gangna- mannakofi þarna en sá sem stóð áður en nýi skálinn var reistur var orðinn gamall og lítið notaður og var rifinn þegar hinn nýi var kominn upp. Núverandi rekstraraðilar í Laug- arfelli eru tvö pör, Páll Guðmundur Ásgeirsson og Hildur Einarsdóttir, og Bjarni Magnús Jóhannesson og Sigrún Eva Grétarsdóttir, öll búsett í Fjarðabyggð. Þau hafa lært tækni- fræði, hagfræði, ferðamálafræði og félagsráðgjöf ásamt því að hafa fjöl- breytta reynslu úr atvinnulífinu. Þau tóku við um áramótin síðustu. Páll greindi frá tildrögum þess, að þau fjögur ákváðu að gerast stað- arhaldarar í Laugarfelli

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar