Framkvæmdir í fjörunni við Hörpu

Rósa Braga

Framkvæmdir í fjörunni við Hörpu

Kaupa Í körfu

Íslenskir aðalverktakar leggja nú lokahönd á frágang við Hörpu. Liður í þeirri vinnu er að fjarlægja hluta landfyllingar og er nú unnið að dýpkunarframkvæmdum austan Hörpu. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar hjá tæknisviði ÍAV mun verkið taka um tvo mánuði. ,,Þetta er lokahnykkur í að fjarlægja fyllingu sem vinnubúðirnar okkar stóðu á. Þetta er efni sem við grófum upp úr grunninum við Hörpu og fengum að setja þarna til hliðar,“ segir Sigurður. Til verksins er notuð grafa á pramma og er efninu mokað upp úr sjónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar